Vilt þú verða nágranni Kára Stefáns?

Við Fagraþing í Kópavogi er að finna einstakt 329 fermetra einbýlishús. Húsið var byggt árið 2007, en arkitekt hússins er Kristiaan Pringels frá Gent í Belgíu. Innanhússarkitektinn Edda Ríkharðsdóttir sá um alla hönnun á húsinu, sem er hið glæsilegasta. Ekki skemmir fyrir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningu, býr í húsinu á móti. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu sem er staðsett á besta stað á Vatnsendasvæðinu með fallegu útsýni yfir Elliðavatn. Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna húsið, en í anddyri og neðri stofu nær lofthæðin um 5,4 metrum. Þá er einnig mikil lofthæð í eldhúsi, efri stofu, hjónasvítu og aðal baðherbergi, eða um 4,2 metrar.

Innréttingarnar eru sérsmíðaðar af Guðmundi í Við og Við, en í eldhúsi og á baði má sjá svartbæsaða eik sem prýðir einnig anddyri og skrifstofurými. Kvartstein er að finna víða, meðal annars í borðplötum og sólbekkjum. Húsið stendur á 954 fermetra lóð, en frá efri stofu er útgengt á afgirta verönd með fallegum beðum og tyrfðum flötum. 

Ásett verð er 190 milljónir króna en núverandi eigandi keypti húsið árið 2016 á 145 milljónir króna. Fasteignamat hússins er 141 milljón króna.

Af fasteignavef mbl.is: Fagraþing 8 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda