Á besta stað í Áslandinu, Hafnarfirði er að finna glæsilegt parhús á tveimur hæðum með fallegu útsýni. Húsið er 278 fermetrar að stærð og var byggt árið 2008. Fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi eru í húsinu, ásamt glæsilegum palli í suður með heitum potti.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu á efri hæð hússins, en þaðan er gengið að fallegu eldhúsi með granít borðplötum. Frá eldhúsi og gestabaðherbergi er útgengt á afgirtan pall með heitum potti. Stofan er björt og rúmgóð með fallegum arni, en þaðan er útgengt á svalir.
Á neðri hæð eru þrjú rúmgóð 13 fermetra barnaherbergi ásamt 18 fermetra hjónaherbergi. Þar að auki eru á neðri hæðinni tvö baðherbergi með sturtuaðstöðu, en gufuklefi og tvöfalt baðkar prýðir annað baðherbergið.