Breyttu gömlum búgarði í lúxusvillu

Ljósmynd/airbnb.com

Hjónin Elaine og Stanley Yang, eigendur hönnunarstúdíósins Mini Inno, keyptu gamlan búgarð frá sjöunda áratugnum í Kaliforníu og umbreyttu í glæsilega lúxusvillu. Þau sóttu innblástur til japönsku hugmyndafræðinnar wabi-sabi, sem snýst um að finna fegurð í ófullkomleikanum.

Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn í húsið og veita glæsilegt útsýni yfir fjallagarða og eyðimörk sem umlykur húsið. Það er mikið um náttúrulega litartóna og efnivið í húsinu, en fallegir kalkmálaðir veggir og timburbjálkar setja mikinn svip á rýmin. 

Hjónin hafa nú sýnt afraksturinn með nokkrum myndasyrpum á instagramreikningi Mini Inno, en ef flett er í gegnum myndirnar má sjá hvernig búgarðurinn leit út áður en þau hófu framkvæmdir. Það er óhætt að segja að útkoman sé stórglæsileg og erfitt að ímynda sér að þarna sé um sama hús að ræða. 

View this post on Instagram

A post shared by MINI INNO (@miniinno)

Villan hefur komið fram í yfir tuttugu hönnunartímaritum, þar á meðal Dwell, ELLE Decor, Vogue Paris og Architectural Digest Mexico. Þar að auki hefur hún verið sýnd í tveimur bókum og hafa nokkrar auglýsingaherferðir verið myndaðar í húsinu. 

Hægt er að leigja villuna á Airbnb, en nóttin kostar 695 bandaríkjadali eða um 95 þúsund krónur. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda