Handboltastjarnan Dagur Sigurðsson og fyrrverandi eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, hafa sett lóð sína við Tálknafjörð á sölu. Lóðin er skráð á fasteignafélag þeirra 460 ehf.
Um er að ræða tæplega 1.000 hektara jörð sem hefur að geyma hvíta strönd og einkaflugvöll. Einkaflugvöllurinn er um 700 metra langur en hvíta ströndin er um þriggja kílómetra löng.
Jörðin er staðsett á norðurströnd Tálknafjarðar. Landamörk eru við Stegluá við Kvígindisfell og Sellátraá við Sellátra. Jörðin hallar til suðurs og því er hægt að njóta sólarlagsins örlítið lengur en á mörgum öðrum stöðum á Vestfjörðum. Gömul bæjarstæði eru á lóðinni eins Ystri Bakki, Innri Bakki, Hólar, Sæból og Tannanes.
Fyrrverandi hjónin Dagur og Ingibjörg festu kaup á lóðinni 2017.