Félag Dags og Ingibjargar selur strandlengju með einkaflugvelli

Dagur Sigurðsson hefur sett lóðina Bakka á sölu.
Dagur Sigurðsson hefur sett lóðina Bakka á sölu. AFP

Handboltastjarnan Dagur Sigurðsson og fyrrverandi eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, hafa sett lóð sína við Tálknafjörð á sölu. Lóðin er skráð á fasteignafélag þeirra 460 ehf. 

Um er að ræða tæplega 1.000 hektara jörð sem hefur að geyma hvíta strönd og einkaflugvöll. Einkaflugvöllurinn er um 700 metra langur en hvíta ströndin er um þriggja kílómetra löng. 

Jörðin er staðsett á norðurströnd Tálknafjarðar. Landamörk eru við Stegluá við Kvígindisfell og Sellátraá við Sellátra. Jörðin hallar til suðurs og því er hægt að njóta sólarlagsins örlítið lengur en á mörgum öðrum stöðum á Vestfjörðum. Gömul bæjarstæði eru á lóðinni eins Ystri Bakki, Innri Bakki, Hólar, Sæból og Tannanes. 

Fyrrverandi hjónin Dagur og Ingibjörg festu kaup á lóðinni 2017. 

Af fasteignavef mbl.is: Bakki Tálknafirði 

Á Bakka er hvít strönd sem er afar heillandi.
Á Bakka er hvít strönd sem er afar heillandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda