Paradís fyrir hesta og menn við Geysi

Ljósmynd/Eignamyndir.is

Við Biskupstungnabraut í Bláskógabyggð er að finna glæsilega 167,8 hektara jörð með sjö húsum. Í dag er starfrækt hestaleiga á jörðinni sem býður upp á styttri hestaferðir ásamt gistingu og veitingasölu.

Það er óhætt að segja að eignin sé sannkölluð paradís fyrir hestafólk, en að undanskyldri frábærri aðstöðu fyrir hesta og menn er nóg af góðum reiðleiðum í nágrenni við jörðina. 

Stórt og sérlega glæsilegt hesthús er á jörðinni með 21 hestastíu og stórri hnakkageymslu ásamt fallegri hlöðu og skemmtilegri setustofu. Þar að auki er borðsalur og eldhús með veitingaleyfi fyrir 44 manns í húsinu, en skemmtilegt steypt framleiðsluborð gefur rýminu mikinn karakter.

Eignin, sem er staðsett mitt á milli Gullfoss og Geysis, er með fjögur snyrtileg gistihús ásamt starfsmannahúsi. Glæsilegt útsýni er frá jörðinni, þar á meðal yfir hverasvæðið á Geysi sem er í 5 mínútna fjarlægð, Langjökul og Jarlhettur.

Fallegt 115,9 fm einbýli er á jörðinni, en þar eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Fallegir gólfsíðir gluggar eru í stofunni ásamt arin sem gefur rýminu notalegan svip. Frá stofunni er útgengt á stóra timburverönd til suðurs. 

Af fasteignavef mbl.is: Kjóastaðir 2

Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
Ljósmynd/Eignamyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda