Helga og Björn keyptu glæsihús Magnúsar Scheving

Helga Árnadóttir og Björn Víglundsson hafa fest kaup á húsi …
Helga Árnadóttir og Björn Víglundsson hafa fest kaup á húsi Magnúsar Scheving við Bauganes í Reykjavík. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Helga Árnadóttir einn af framkvæmdastjórum Bláa lónsins og eiginmaður hennar, Björn Víglundsson, fyrrverandi forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, hafa fest kaup á glæsihúsi Magnúsar Scheving í Skerjarfirðinum. Smartland fjallaði ítarlega um húsið þegar það fór á sölu. 

Húsið var byggt 2015 og er 343 fm að stærð. Væntanlegt fasteignamat þess 2023 er 211 milljónir. Húsið er einstaklega vandað á allan hátt. Að utan er það stílhreint en þegar inn er komið tekur hlýleiki á móti fólki. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hannaði húsið að innan. Þar eru steinflísar og parket á gólfum sem tóna vel við mjúka sveppaliti sem eru á veggjunum. Innréttingar eru glæsilegar og er eldhús og stofa í sameiginlegu rými. 

Hjónin hafa búið í Fossvoginum í meira en áratug en ætla nú að skipta um gír og flytja í 102 Reykjavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda