Tvífari Sunnevu Einars selur 150 milljóna höll

Love Island-stjarnan Megan Barton Hanson hefur sett glæsilegt heimili sitt …
Love Island-stjarnan Megan Barton Hanson hefur sett glæsilegt heimili sitt í Englandi á sölu. Samsett mynd

Love Island-stjarnan Megan Barton Hanson hefur sett glæsilegt heimili sitt í Essex, Englandi á sölu fyrir 900 þúsund pund, eða um 150 milljónir króna. 

Hanson vakti mikla athygli hér á landi þegar hún tók þátt í fjórðu þáttaröð Love Island, en glöggir áhorfendur voru ekki lengi að benda áhrifavaldinum Sunnevu Einarsdóttur á að þær væru sláandi líkar. Hanson hafnaði í fjórða sæti þáttaraðarinnar, ásamt Wes Nelson. Parið sleit sambandi sínu rúmu ári eftir lokaþáttinn. 

Hanson festi kaup á eigninni í október 2020, en hún er 260 fm að stærð með fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Húsið er á tveimur hæðum og býður upp á mikinn lúxus. Á efri hæð hússins er glæsilegt fataherbergi og rúmgott snyrtiherbergi, en í garðinum er að finna heitan pott og heimarækt. 

Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
Ljósmynd/Rightmove.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda