Hvern dreymir ekki um stórar svalir og útsýni?

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Eskihlíð í Reykjavík er að finna afar smekklega 78 fm íbúð sem búið er að endurnýja töluvert. Blokkin sjálf var byggð 1977 en á íbúðinni en íbúðinni fylgja myndarlegar svalir. 

Nýleg eldhúsinnrétting er í íbúðinni sem er hvít sprautulökkuð og höldulaus. Innréttingin er L-laga og státar af góðu skápaplássi þrátt fyrir að yfirþyrmandi efriskápar séu ekki að þvælast fyrir. Hvít borðplata undirstrikar einfaldleikann. 

Í eldhúsinu er gerðarlegt borðstofuborð þar sem auðveldlega er hægt að koma fyrir tíu manneskjum án vandræða. Það er því hægt að halda skemmtileg matarboð í íbúðinni ef áhugi er fyrir því. 

Eldhús og stofa rennan saman í eitt og er stór gluggaveggur í forgrunni. Þessi gluggaveggur hleypir mikilli birtu inn í rýmið og skapar skemmtilega stemningu. 

Parket er á gólfum og einnig er búið að skipta um innihurðar. 

Af fasteignavef mbl.is: Eskihlíð 26

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda