Barinn í garðskálanum gerir húsið ennþá skemmtilegra

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Fögrubekku í Kópavogi er að finna 233 fm einbýli sem byggt var 1971. Húsið er fallega innréttað en búið er að endurnýja það töluvert. 

Í eldhúsinu eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar með hvítum borðplötum. Eldhúsið er ílangt en það tengist stofu og borðstofu á áreynslulausan hátt. Í eldhúsinu eru stórir gluggar, sem gera veruna í þessu mikilvægasta herbergi flestra heimila, betri. 

Blágráir veggir prýða veggi í stofu og eldhúsinu. Sá litur fer vel við gráa leðursófann sem prýðir stofuna. Ofnar eru málaðir í sama gráa litnum og það eru hillur líka sem prýða sama rými. 

Rúsínan í pylsuendanum er svo garðskálinn en í honum er bar, vínkælir og allt það helsta sem fólk þarf ef það vill gera sér glaðan dag eða vill keyra upp stemninguna. Fyrir utan garðaskálann er svo fallegur garður sem státar af notalegum útihúsgögnum. 

Af fasteignavef mbl.is: Fagrabrekka 39

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda