Eva María og Sigurpáll selja 24 fm sumarbústað

Eva María Jónsdóttir og Sigurpáll Scheving.
Eva María Jónsdóttir og Sigurpáll Scheving. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Eva María Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona og jógakennari, og Sigurpáll Scheving hjartalæknir hafa sett krúttlegan bústað sinn á sölu.

Um er að ræða 24 fm sumarbústað sem byggður var 2017. Bústaðurinn er við Þrastarhóla en ekið er Búrfellsafleggjara frá Þingvallavegi og fljótlega er þá komið að afleggjara sem er merktur Þrastahólar. 

Um er að ræða svokallað Jöklahús frá Landshúsum. Húsið stendur á 7,869 fm mjög fallegri og víðsýnni eignarlóð og er búið að tengja kalt vatn og rafmagn inn í húsið. Fallegt útsýni er úr húsinu yfir á Tindfjöll, Þríhyrning og Ingólfsfjall. 

Húsið er klætt að innan með hvíttuðum panel og með viðargólfborðum. Húsið er ekki hólfað niður heldur er um að ræða alrými þar sem er setustofa, borðstofa, eldhús og svo er snyrting sér. 

Gólfsíðir gluggar setja svip á húsið og gera það að verkum að það er mjög bjart og útsýnis nýtur til allra átta.

Af fasteignavef mbl.is: Þrastahólar 1 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda