Við Skildinganes í Reykjavík hefur 365 fm einbýli, sem stendur á besta stað, verið innréttað af mikilli smekkvísi. Húsið var byggt 1965. Gluggar eru stórir sem gerir það að verkum að það er fátt sem hindrar stórbrotið útsýni út á sjó.
Í kringum húsið er myndarlegur garður sem hugsað hefur verið vel um.
Þegar inn í húsið er komið blasir fegurðin við. Fegurð frá einstökum húsgögnum eftir þekkta hönnuði, eiguleg listaverk, plöntur, mottur og skrautmunir. Loftin í húsinu eru með viðarklæðningu sem tónar vel við parket og hvíta múrsteina sem eru í kringum arinn og á vegg sem gengur inn í forstofu.
Ef þig hefur alltaf dreymt um búa í fallegu húsi við sjóinn þá er gæti þetta hús verið eitthvað fyrir þig.