Ef þig dreymir um að búa í miðbænum og lifa hinu eftirsóknarverða heimsborgaralífi þá gæti þessi íbúð verið eitthvað fyrir þig. Einn vinsælasti innanhússarktitekt Íslands, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar inn í búðina 2018. Í íbúðinni er að finna heillandi lausnir sem fegra íbúðina svo um munar. Hver krókur er nýttur til fulls.
Íbúðin sjálf er 49 fm að stærð en hana er að finna í steinhúsi sem byggt var 1935. Þótt íbúðin sé í hjarta 101 þá er hún langt frá skartala næturlífsins. Ekki alveg ofan í djamminu eins og einhver myndi segja.
Eldhús og stofa sameinast í einu rými. Eldhúsinnréttingin er óeldhúsleg. Hún minnir frekar á svalan heimabar en eldhús. Á eldhúsveggnum er ein hilla þvert yfir vegginn sem gefur rýminu stílhreint yfirbragð. Ísskáp er haganlega komið fyrir við enda eldhússins.
Eldhúsinnréttingin kallast á við hilluvegginn í kringum sjónvarpið. Þar er allt sem þarf. Tengi fyrir internet og það helsta sem nútímafólk getur ekki verið án. Inn af stofunni er svo rennihurð inn í svefnherbergi með glerhurðum. Þessi útfærsla kemur sérlega vel út.
Í íbúðinni er fallegt parket á gólfum en í forstofu og á baðherbergi eru munstraðar flísar sem krydda heilmikið. Blái liturinn á veggjunum fer vel við dökkgráar innréttingar. Heildarmyndin spilar vel saman og er eiguleg.