Við Freyjugötu í Reykjavík er að finna vel skipulagða og bjarta útsýnisíbúð. Íbúðin er 80 fm að stærð og er í steinhúsi sem byggt var 1935.
Í íbúðinni eru tvær stórar samliggjandi stofur sem státa af einstöku útsýni yfir borgina. Íbúðin er á efstu hæð í þessu sjarmerandi hús og eru gluggarnir í frönskum stíl.
Gluggarnir eru stíflakkaðir hvítir og tónar stíllinn á þeim vel við loftlista og gólflista sem eru svo einstaklega sjarmerandi.
Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting og á gólfunum er munstraðar flísar sem eru alveg í anda hússins. Þótt eldhúsið sé ekki risastórt er plássið þar vel nýtt.
Á baðherberginu eru gráar flísar og vaskur á frístandandi innréttingu.
Íbúðin er búin fallegum húsgögnum. Í borðstofunni er voldugt viðarborð úr gegnheilli eik og svo er bekkur undir glugganum svo hægt sé að njóta útsýnis á sem bestan hátt. Í stofunni er grár sófi í aðalhlutverki ásamt String-hillum og baststól úr Ikea. Útkoman er hlýleg og falleg.