Heimili á heimsmælikvarða sem vekur athygli

Heimilin gerast ekki mikið fallegri en þessi 168 fm íbúð við Skaftahlíð sem er í húsi sem byggt var 1947. 

Búið er að endurnýja gamlar innréttingar á einstaklega heillandi hátt. Í eldhúsinu er til dæmis hvít sprautulökkuð innrétting með innfelldum höldum. Veggurinn fyrir ofan er flísalagður með flísum í stærðinni 10x10. Flísarnar eru í svokölluðum sundlaugarlit sem spilar vel við gula sófann í eldhúsinu og PH-ljósið. Það er hrein unun að horfa á það hvernig hver hlutur er settur á sinn stað á áreynslulausan og heillandi hátt. 

Gangurinn í íbúðinni er kafli út af fyrir sig. Þar er efsti hlutinn málaður gulur sem er líka lýstur fallega upp með ljósum sem lýsa í átt að loftinu. Þetta er svolítið eins og að vera kominn í leikhús eða eitthvað álíka. 

Svo kemur að borðstofu og stofu en þessi samliggjandi rými eru þrungin fegurð. Listaverk eftir Tryggva Ólafsson, Eames-stólar og Hay-pappaljós búa til einstaka heild. Í stofunni má svo sjá gamlan bólstraðan sófa sem fékkst í Epal á sokkabandsárum þess fyrirtækis. 

Ef þig langar að bjóða augunum þínum í ævintýraferð skaltu skoða hverja einustu mynd og njóta. 

Af fasteignavef: Skaftahlíð 11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál