Hildur Hilmarsdóttir og Páll Magnússon hafa sett raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Húsið er 228 fm og var byggt 2001.
Vífill Magnússon arkitekt hannaði húsið og Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði húsið að innan á sínum tíma. Stanislas Bhoic hannaði garðinn.
Heimili Hildar og Páls er smekklega innréttað með fallegum húsgögnum. Hjarta Páls slær greinilega ennþá í fréttamennskunni því í stofunni er gömul fréttamynd á besta stað. Þar er líka að finna hina klassísku Barcelona stóla sem hannaðir voru af Ludwig Mies van der Rohe 1929.
Eins og sjá má á fasteignavef mbl.is gerast töfrarnir í Garðabænum.