Gulur Togo-sófi skartar sínu fegursta við Barðavog

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Barðavog í Reykjavík er að finna 197 fm einbýli sem byggt var 1951. Það var teiknað af Ágústi Pálssyni sem teiknaði meðal annars Neskirkju og Gljúfrastein. Það er ekki bara hönnun hússins sem er skemmtileg því húsráðendur hafa búið sér einstakt heimili. 

Í stofu og borðstofu er hátt til lofts og vítt til veggja. Vegleg listaverk og framúrskarandi húsgögn fá að njóta sín til fulls í þessu einstaka rými. Hansahillur prýða heilan vegg og er bókum raðað upp á skemmtilegan hátt. Falleg persnesk motta er undir Superellipse borðstofuborðinu frá Fritz Hansen og fara maurarnir hans Arne Jacbsen vel við. 

Það sem gerir þó mest fyrir stofuna er Togo sófinn í gulum lit. Hann var hannaður af Michel Ducaroy 1973 og mun því fagna 50 ára afmæli á næsta ári. Til þess að toppa skemmtilegheitin er motta undir sófanum frá IKEA. 

Þegar inn í eldhús er komið er að finna nýlega gráa sprautulakkaða innréttingu með viðarborðplötum. Risastór gaseldavél fær að njóta sín í eldhúsinu en þó er ekki verið að flækja það með óþarfa efri skápum. 

Eins og sjá má er heildarmyndin sérlega falleg á heimilinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Barðavogur 20

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda