Fangaklefi hlýlegri en heimili Kardashian

Heimili Kim Kardashain þykir ansi litlaust.
Heimili Kim Kardashain þykir ansi litlaust. Samsett mynd

Fylgj­end­ur raun­veru­leika­stjörn­unn­ar Kim Kar­dashi­an eru síður en svo hrifn­ir af því hvernig hún inn­rétt­ar heima hjá sér. Segja þeir heim­ilið lit­laust og hægt sé að finna hlý­legri fanga­klefa. 

Kar­dashi­an birti mynd­ir af heim­ili sínu og skrifaði und­ir að þetta væru hlut­ir heima hjá henni sem veittu henni gleði. Þar á meðal var svefn­her­bergi henn­ar, en í því eru grá­ir marm­ara­vegg­ir. Á ann­ari mynd mátti sjá stof­una þar sem allt er í sama lit, líka par­ketið á gólf­un­un­um. 

Fram­kvæmd­ir virðast vera á heim­il­inu af mynd­un­um að dæma, en þar mátti til dæm­is sjá teikn­ingu af brúnu her­bergi. 

„Mér verður kalt að skoða þetta,“ skrifaði einn. „Mikið ofboðslega er þetta þung­lynd­is­legt heim­ili,“ skrifaði ann­ar. „Kimber­ly, það eru fanga­klef­ar sem eru hlý­legri en þetta,“ skrifaði sá þriðji. 

Fylgj­end­ur henn­ar eru ekki þeir einu sem gagn­rýnt hafa heim­ili Kar­dashi­an. Hún sagði frá því fyrr í haust að þegar hún og elsta dótt­ir henn­ar, North, væru ósam­mála segði dótt­ir henn­ar að heim­ilið væri ljótt.

Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda