Listamaðurinn Elísabet Ásberg setti einstaka glæsiíbúð sína á sölu á dögunum. Íbúðin er 163 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 2018. Íbúðin er í Tryggvagötunni og eru íbúðirnar á þessum stað eftirsóttar. Ásett verð var 185 milljónir. Nú er íbúðin seld og var það félagið Fitjaborg ehf. sem keypti íbúðina.
Fitjaborg ehf. greiddi 175 milljónir fyrir íbúðina sem er um 10 milljónum undir ásettu verði. Fitjaborg rekur vefinn rafrettur.is en þar er að finna úrval af rafsígarettum, nikótín púðum og fleira í þeim dúr.
Eigendur Fitjaborgar ehf. eru Snorri Guðmundsson og Auður Rán Kristjánsdóttir.