Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, seldi einbýlishús sitt á dögunum. Smartland fjallaði um húsið þegar það fór á sölu fyrr á árinu. Húsið er við Lambastaðabraut 4 og er 216 fm að stærð. Það var var byggt 1940.
Kaupendur hússins eru Guðrún Jónsdóttir og Birgir Sævarsson. Þau greiddu 155 milljónir fyrir það.
Lára Björg festi kaup á ættaróðali fjölskyldunnar við Skildinganes en það var áður í eigu Eggerts Benedikts Guðmundssonar leiðtoga í sjálfbærni hjá forsætisráðuneytinu og Jónínu Lýðsdóttur ferðamálafræðings.