Frosti og Helga selja íbúð með tveimur bílskúrum

Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir hafa sett íbúð sína …
Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir hafa sett íbúð sína á sölu. Ljósmynd/Samsett

Hjónin Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir hafa sett fallega 158 fm íbúð við Háaleitisbraut á sölu. Frosti er þekktur fyrir að hafa stýrt þættinum Harmageddon á X-inu lengi og Helga Gabríela er kokkur. Á dögunum stofnuðu hjónin fyrirtækið Brotkast sem er hlaðvarpsveita. 

Íbúðin er á efstu hæð í blokk sem byggð var 1964. Það sem vekur athygli er að íbúðinni fylgja tveir bílskúrar sem eru hver um sig 21,9 fm að stærð. Íbúðin gæti því hentað vel fyrir fólk sem er að gera upp fornbíla eða fyrir fólk með söfnunaráráttu og þarf pláss fyrir eigur sínar. 

Heimili hjónanna er smekklega innréttað. Í eldhúsinu er IKEA-innrétting með ljósum borðplötum og ágætu skápaplássi. Á öðrum veggnum eru flísar og léttar hillur en á veggnum á móti er ísskápur og bakaraofn ásamt skápum. 

Fallegt yfirbragð er á heimilinu eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Háaleitisbraut 47

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda