Guðjón Valur og Guðbjörg selja Smartlandsíbúðina

Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að setja íbúð sína við …
Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að setja íbúð sína við Holtsveg í Garðabæ á sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handboltaþjálfarinn og fyrrverandi handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson og eiginkona hans Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir hafa sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Lesendur Smartlands þekkja íbúðina vel því Berglind Bernsen og Helga Sigurbjarnardóttir innanhússarkitektar hönnuðu íbúðina og fengu lesendur að fylgjast með ferlinu. 

Um er að ræða 128 fermetra íbúð á annarri hæði í þriggja hæða blokk. Íbúðin er björt og falleg og þaðan er gott útsýni. Guðjón og Guðbjörg festu kaup á íbúðinni árið 2018. Það er ekki skrýtið að þau hafi fallið fyrir íbúðinni því hún er smart og falleg. 

Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach í 1. deildinni í Þýskalandi, en hann lagði skónna á hilluna fyrir þremur árum. Hann var um tíma einn besti handboltamaður landsins og á að bakið 364 leiki með landsliðinu og skoraði í þeim 1.875 mörk. 

Af fasteignavef mbl.is: Holtsvegur 18

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda