Gummi kíró og Lína Birgitta selja atvinnuhúsnæði

Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir.
Guðmundur Birkir Pálmason og Lína Birgitta Sigurðardóttir. Ljósmynd/Arnór Traustason

Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi kíró eins og hann er kallaður, og Lína Birgitta Sigurðardóttir áhrifavaldur hafa sett atvinnuhúsnæði á sölu. Um er að ræða 258 fm atvinnuhúsnæði sem tilheyrir húsi sem byggt var 1990. 

Eignin skiptist í opið alrými, fimm 15 fm skrifstofur, tvær 30 fm skrifstofur, tvö baðherbergi, fundarherbergi og eldhús. Parket er á öllum gólfum nema á baðherbergjum eru flísar,“ segir á fasteignavef mbl.is. 

„Okk­ur langaði að skapa rými fyr­ir fólk sem er í eig­in rekstri og búa til skap­andi um­hverfi. En marg­ir sem vinna sjálf­stætt þekkja það vel að vera „ein­ir“ í vinn­unni en með Bus­iness Pad vilj­um við ein­mitt hafa um­hverfið opið og skap­andi sem ýtir und­ir það að fólk hitt­ir annað fólk. Leigj­end­um gefst tæki­færi á að leigja her­bergi und­ir sinn rekst­ur ásamt því að hafa af­not af fund­ar­rými, „lounge“ svæði og fleira,“ sagði Guðmundur í viðtali við Smartland í júlí 2022.

LTF ehf. og Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf. keyptu húsnæðið af Miðbúðin hf. Félögin eru skráð 50/50 en þó vekur athygli að afsal á atvinnuhúsnæðinu hefur ekki farið fram. Félög Gumma kíró og Línu Birgittu eru umráðaaðilar - ekki formlegir eigendur. 

Af fasteignavef mbl.is: Krókháls 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda