IKEA ætlar að gefa einum heppnum „nýtt“ eldhús

Íslendingar leggja mikið upp úr því að eiga snotur eldhús. Sænska móðurskipið IKEA er vinsælt þegar kemur að því að endurnýja eldhúsið. Það er kannski ekki skrýtið því það er hannað þannig að venjulegt fólk geti gert fallegt í kringum sig án þess að það kosti of mikið. Samsetning á eldhússkápum er líka einföld. 

Nú hefur IKEA ákveðið að efna til leiks og gengur hann út á það að endurnýja eldhús hjá heppnum þátttakanda. Eldhúsið verður að vera frá fyrirtækinu og má ekki vera eldra en frá 2014 því þá kom ný eldhúslína sem kallast METOD. 

Í mars velja hönnuðir IKEA eldhús til að vinna með og þau eldhús sem eru valin geta fengið nýjar framhliðar, heimilistæki, borðplötu, breytt innra skipulagi og annað eftir þörfum. Nýja eldhúsið verður byggt á sömu grunnskápum og til staðar eru í eldhúsinu. Að verkefninu koma reynslumiklir teiknarar, innanhússhönnuðir og smiðir.

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að deila myndum af eldhúsinu sínu og vera opnir fyrir því að hleypa hönnuðum IKEA inn í eldhúsið sitt. 

Ítarlega verður fjallað um eldhúsið á Smartlandi þegar það verður tilbúið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda