Fjölmiðlakonan Berglind „Festival“ Pétursdóttir og Þórður Gunnarsson hagfræðingur hafa sett íbúð sína við Hverfisgötu á sölu. Um er að ræða glæsilega 122 fermetra íbúð á jarðhæð.
Berglind er flestum landsmönnum kunn en hún fer meðal annars á stúfana í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldum á RÚV. Þórður hefur starfað sem blaðamaður undanfarin ár, meðal annars á ritstjórnum Morgunblaðsins, Viðskiptablaðsins og Fréttablaðsins.
Parið hefur ekki búið lengi á Hverfisgötunni en þau festu kaup á eigninni á síðasta ári. Margt skemmtilegt leynist á veggjum heimilisins en Berglind er þekkt fyrir einstakan stíl sinn líkt og Smartland fjallaði um á síðasta ári.