Örn Úlfar Sævarsson, spurningahöfundur og textasmiður með meiru, hefur sterkar skoðanir fyrir væntanlega kaupendur glæsihúss við Starhaga í Vesturbænum sem fór nýverið á sölu.
„Skyndifriðun takk. Ekki skemma!“ skrifar Örn í tísti og birtir slóð inn á fasteignina á fasteignavef mbl.is.
Margir virðast hjartanlega sammála. Ekki megi hrófla við neinu á þessu heimili.
Eignin sem um ræðir var byggt árið 1954 og hönnuð af Halldóri Jónssyni, en eins og sést hefur mikið verið lagt í innréttingarnar.
Þá er arinstofa í kjallara hússins sem vekur sannarlega mikla athygli, en það var innanhúss- og húsgagnahönnuðurinn Sveinn Kjarval sem hannaði hana.