Þetta eru dýrustu einbýlishús landsins

Ásett verð á dýrasta einbýlishúsinu á fasteignavef mbl.is í dag …
Ásett verð á dýrasta einbýlishúsinu á fasteignavef mbl.is í dag er 350 milljónir. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er fjölbreytt framboð af einbýlishúsum sem kosta allt frá 7 milljónum upp í 350 milljónir. Smartland tók saman fimm dýrustu einbýlishúsin í dag sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsilegar. 

Hólavallagata 11

Við Hólavallagötu í Reykjavík stendur tignarlegt 466 fm einbýli á þremur hæðum. Húsið var reist árið 1934 og samanstendur af þremur íbúðum sem allar eru með sérinngang. Ásett verð er 350 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Hólavallagata 11

Húsið er tignarlegt og á þremur hæðum.
Húsið er tignarlegt og á þremur hæðum. Samsett mynd

Blikanes 22

Í Arnarnesinu í Garðabæ stendur 301 fm einbýli. Húsið var reist árið 1966 en var endurbyggt árið 2013 og teiknað af teiknistofunni Óðinstorgi. Það var Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt sem sá um hönnun á öllum innréttingum í húsið sem voru sérsmíðaðar af trésmiðjunni Borg. Ásett verð er 295 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Blikanes 22

Eignin er sérlega glæsileg að innan jafnt sem utan.
Eignin er sérlega glæsileg að innan jafnt sem utan. Samsett mynd

Dýjagata 16

Við Dýjagötu í Garðabæ stendur 396 fm einbýli með einstöku útsýni. Húsið var reist árið 2015 en það var hannað af arkitektinum Kára Eiríkssyni. Ásett verð er 275 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Dýjagata 16

Fallegur arkitektúr einkennir eignina.
Fallegur arkitektúr einkennir eignina. Samsett mynd

Dalaþing 24

Við Dalaþing í Kópavogi er að finna 395 fm einbýli sem státar af sex svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Húsið var byggt árið 2008 og teiknað af EON Arkitektum. Ásett verð er 249,5 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Dalaþing 24

Eignin er í nálægð við Elliðavatn.
Eignin er í nálægð við Elliðavatn. Samsett mynd

Keldugata 11

Í Urriðaholtinu í Garðabæ stendur 324 fm einbýli sem reist var árið 2012. Húsið er teiknað og hannað af Pálmari Kristmundssyni og Rut Káradóttir var ráðgjafi í innanhússhönnun. Ásett verð er 249 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Keldugata 11

Glæsileg hönnun í Urriðaholtinu.
Glæsileg hönnun í Urriðaholtinu. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál