Camilla Rut Rúnarsdóttir og Valgeir Gunnlaugsson, betur þekktur sem Valli flatbaka, eru byrjuð að búa saman samkvæmt færslu sem Camilla deildi á samfélagsmiðlum. Parið hefur fundið sér framtíðarheimili á Seltjarnarnesi og eru framkvæmdir í fullum gangi.
„Þetta byrjaði allt með: Eigum við að búa okkur til heimili saman?" skrifaði Camilla við færsluna.
Valgeir hefur sjálfur búið í húsinu í nokkur ár og sannfærði Camillu að flytja þangað enda er staðsetningin dásamleg og kjörin fyrir fjölskyldufólk. „Framundan er að skipta lögnum, leggja gólfhita, innréttingar, þvottahús, bæta við svefnherbergjum til að rúma börnin okkar og alls konar djúsí stöff,“ skrifaði eigandi Camy Collections einnig.
Í febrúar tók Camilla íbúð á leigu í Reykjanesbæ en fann þó hvernig hjartað var farið að kalla heim á höfuðborgarsvæðið.