5 dýrustu sumarhús landsins

Það er nóg af fallegum sumarhúsum á sölu á fasteignavef …
Það er nóg af fallegum sumarhúsum á sölu á fasteignavef mbl.is. Samsett mynd

Það er fátt betra en að skella sér upp í sumarbústað og hlaða batteríin. Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af sumarhúsum til sölu sem kosta allt frá 5,2 til 145 milljónir króna.

Smartland tók saman fimm dýrustu sumarhúsin í dag, en þau eiga það sameiginlegt að standa á fallegum lóðum með stórkostlegu útsýni yfir náttúruna.

Indriðastaðahlíð 120

Við Indriðastaðahlíð í Skorradal er að finna afar sjarmerandi 200 fm sumarhús sem reist var árið 2008. Húsið stendur ofarlega í hlíðinni, en þaðan er glæsilegt útsýni um Skorradal, til Snæfellsjökuls, upp í Skarðsheiðina og að Skessuhorni.

Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í sumarhúsinu. Ásett verð er 145 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Indriðastaðahlíð 120

Í húsinu er falleg kamínustofa með gólfsíðum gluggum.
Í húsinu er falleg kamínustofa með gólfsíðum gluggum. Samsett mynd

Víðibrekka 21

Við Víðibrekku í Grímsnesinu er að finna 174 fm sumarhús sem reist var árið 2008. Húsið stendur á 7.730 fm eignarlóð, en stór pallur sem umlykur húsið gefur eigninni mikinn glæsibrag. Þar er nýlegur heitur pottur auk saunu með fallegu útsýni til austurs. 

Sumarhúsið státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Ásett verð er 120 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Víðibrekka 21 

Frá 50 fm sólstofu er útgengt á pall til suðvestur …
Frá 50 fm sólstofu er útgengt á pall til suðvestur með fallegu útsýni. Samsett mynd

Þórsstígur 30

Í Grímsnes- og Grafningshreppi er að finna glæsilegt 217 fm sumarhús á þremur hæðum sem reist var árið 2009. Húsið stendur á fallegri 9.000 fm eignarlóð og er með einstöku útsýni. 

Alls eru fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi í sumarhúsinu. Ásett verð er 110 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Þórsstígur 30

Fallegir gluggar einkenna sumarhúsið, en þeir eru úr mahony-við.
Fallegir gluggar einkenna sumarhúsið, en þeir eru úr mahony-við. Samsett mynd

Selmýrarvegur 9

Þetta fallega sumarhús er staðsett í Grímsnesinu og er 145 fm að stærð. Húsið var reist árið 2016 og stendur á gróinni 5.000 fm eignarljóð. Sjarmerandi 100 fm verönd með heitum potti og flottri grillaðstöðu setur sannarlega punktinn yfir i-ið. 

Í sumarhúsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Ásett verð er 110 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Selmýrarvegur 9

Í stofunni er afar fallegur arinn sem er uppbyggður að …
Í stofunni er afar fallegur arinn sem er uppbyggður að innan. Samsett mynd

Stampar 20

Við Stampa í Kjósinni er að finna stílhreint 153 fm sumarhús sem reist var árið 2019. Frá húsinu er fallegt útsýni til Snæfellsjökuls, Hvalfjörðs, Akrafjalls og Skarðsheiðar. Gólfsíðir gluggar gefa eigninni glæsibrag, en frá eldhúsi er útgengt á rúmgóðan pall með heitum potti.

Alls eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu. Ásett verð er 99,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Stampar 20

Sumarhúsið er staðsett á skemmtilegum stað í Kjósinni.
Sumarhúsið er staðsett á skemmtilegum stað í Kjósinni. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda