Katrín Odds og Kristín Eysteins selja húsið

Katrín Oddsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir eru að skilja.
Katrín Oddsdóttir og Kristín Eysteinsdóttir eru að skilja. mbl.is/Ómar

Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn rektor Listaháskóla Íslands, hafa sett hús einbýlishús sitt á sölu. Hjónin fóru hvor í sína áttina á dögunum. 

Um er að ræða 182,2 fm einbýli sem byggt var 1920. Katrín og Kristín festu kaup á húsinu 2015 og hafa gert það upp á smekklegan hátt. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með viðarborðplötu. Veggurinn á bak við innréttinguna er panilklæddur og málaður í bláum lit. Á heimilinu er að finna falleg listaverk og húsögn þar sem gamalt og nýtt mætist á áreynslulausan hátt. Þar eru til dæmis Hansahillur á nokkrum stöðum en þær voru hannaðar af Poul Cadovius. Til gamans má geta þess að ástæða þess að þær eru kallaðar Hansahillur er sú að fyrirtækið Hansa hf. var með einkaleyfi á smíði þeirra hérlendis.  

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 57

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál