Ómar R. og Margrét selja hönnunarhúsið

Ómar R. Valdimarsson og Margrét Ýr Ingimarsdóttir eru farin í …
Ómar R. Valdimarsson og Margrét Ýr Ingimarsdóttir eru farin í sitthvora áttina. Ljósmynd/Samsett

Lög­fræðing­ur­inn Ómar R. Valdi­mars­son og Mar­grét Ýr Ingimars­dótt­ir, kenn­ari og eig­andi Hug­mynda­bank­ans, eru far­in hvort í sína átt­ina. Hjón­in fyrr­ver­andi voru sam­ferða í 17 ár og eiga tvö börn en nú skilja leiðir. Nú hafa þau sett húsið á sölu. 

Um er að ræða 186 fm einbýli sem byggt var 1972. Hjónin fyrrverandi fengu Berglindi Berndsen innanhússarkitekt til þess að endurhanna húsið. Húsið var til umfjöllunar á Smartlandi 2019. 

„Þegar maður ákveður að demba sér í fram­kvæmd­ir sem þess­ar vill maður ekki velja hvern sem er. Maður vill fagaðila og ein­hvern sem í raun end­ur­spegl­ar manns eig­in stíl. Jafn­vel, ef svo má að orði kom­ast, kem­ur hugs­un­um manns á blað og fram­kvæm­ir þær. Ég var búin að vera að skoða ým­is­legt á net­inu og búin að vista ýms­ar mynd­ir af hönn­un sem mér þótti fal­leg og var í takt við minn smekk. Það kom svo á dag­inn að það voru meira og minna allt mynd­ir frá Berg­lindi. Þegar ég svo hitti Berg­lindi sjálfa vissi ég strax að hún myndi rúlla þessu upp. Hún áttaði sig strax á stíln­um sem ég var að leita eft­ir og ætli við höf­um ekki bara smollið svona sam­an. Hún er líka fagmaður fram í fing­ur­góma,“ sagði Mar­grét Ýr í viðtalinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Hofslundur 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda