289 milljóna glæsihús í Arnarnesi

Blikanes 24 er komið á sölu.
Blikanes 24 er komið á sölu. Ljósmynd/Samsett

Við Blikanes í Arnarnesi er að finna 398 fm einbýli sem byggt var 1968. Húsið stendur á 1300 fm hornlóð og státar af fallegu útsýni. Umhverfis húsið er stór og gróinn garður. Tvöfaldur bílskúr og stórt bílaplan er í takt við annað í húsinu.

Í húsinu eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn. Búið er að endurnýja húsið mikið að innan

„Aðalhæð með fjórum rúmgóðum, samliggjandi stofum, rúmgóðu holi, eldhúsi með borðkróki og 4 herbergjum, auk hjónasvítu með sér baði og fataherbergi. Einnig eru þvottahús, búr og bakinngangur á hæðinni auk gestasalernis og sér baðherbergis fyrir barnaherbergi.

Gegnheilt parket úr hlyn í hæsta gæðaflokki er á hæðinni allri, auk þess sem allar hurðir eru úr hlyn sem og allar innréttingar. Þrjár sér hannaðar og sérsmíðaðar rennihurðir aðskilja opin rými. Sér hannaður og einstaklega fallegur arinn prýðir miðstofuna, hlaðinn með Drápuhlíðargrjóti,“ segir í fasteignalýsingu á fasteignavef mbl.is. 

Eigendur hússins eru Unnur María S. Ingólfsdóttir og Thomas J. Stankiewicz von Ernst. Hún er fiðluleikari og hann arkitekt. Þau festu nýlega kaup á 300 milljóna húsi í Skerjafirðinum í Reykjavík. 

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 24

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda