Halldór selur eitt glæsilegasta húsið í 101

Halldór Hafsteinsson er mikill veiðimaður. Hér er hann með stórlax …
Halldór Hafsteinsson er mikill veiðimaður. Hér er hann með stórlax í Þverá. Ljósmynd/Sigurjón Sigurjónsson

Halldór Hafsteinsson athafnamaður hefur sett glæsihús sitt við Bergstaðastræti á sölu. Húsið er skráð á félagið Wings Capital hf. sem hann á í félagi við aðra. Halldór hefur verið umsvifamikill í viðskiptalífinu og rekur vinsælar laxveiðiár ásamt öðrum. 

Wings Capital festi kaup á húsinu við Bergstaðastræti í júlí í fyrra og greiddi 235.000.000 kr. fyrir það.

Um er að ræða einstaklega fallegt og glæsilegt 267 fm einbýli sem byggt var 1930. Í eldhúsinu er svört innrétting með marmaraborðplötu og svörtum hurðum og fá PH-ljós úr gleri að njóta sín einstaklega vel í eldhúsinu. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og tengjast rýmin á skemmtilegan hátt. 

Á baðherbergi fær marmari að njóta sín og er ekkert til sparað til þess að hafa heimilið sem glæsilegast. 

Kringum húsið er skjólagóður garður sem hægt væri að gera að verðlaunagarði ef fólk hefði tíma í það. 

Af fasteignavef mbl.is: Bergstaðastræti 78

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda