Grímur og Svanhildur keyptu 575 milljóna einbýli

Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa fest kaup á …
Grímur Garðarsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa fest kaup á einbýlishúsi við Túngötu 20 í Reykjavík.

Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir hafa fest kaup á 510 fm einbýli við Túngötu í Reykjavík. Félögin Þingholt ehf. og Sumarvegur ehf. eru skráð til helminga fyrir húsinu. Það fyrrnefnda er í eigu Gríms en hið síðara í eigu Svanhildar Nönnu. Fasteignamat hússins er 213.250.000 kr. og fá þau húsið afhent í október. Húsið keyptu þau af Einari S. Gottskálkssyni og Katrínu Arndísi Ásgeirsdóttur. Húsið var ekki auglýst til sölu. 

Á dögunum setti Grímur glæsilegt einbýli sitt á sölu við Sjafnargötu í Reykjavík á sölu. Húsið er byggt 1930 og hefur það verið gert upp á smekklegan máta. 

Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í fyrra og ætla að ganga í hjónaband í haust á eyjunni Mallorca. 

Smartland óskar þeim til hamingju með nýja húsið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda