Félag Ríkharðs keypti hús þeirra Eddu á 270 milljónir

Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Ríkharður Daðason og Edda Hermannsdóttir hafa fest kaup á húsi við Bakkavör 12. Félag Ríkharðar RD 11 ehf. keypti gamla húsið.

RD 11 ehf. hefur fest kaup á 283,3 fm einbýli við Sunnuveg 33 í Reykjavík. Félagið er í eigu Ríkharðs Daðasonar fyrrverandi fótboltamanns og fjárfestis. Kaupin fóru fram 20. apríl og var húsið afhent félaginu sama dag. Félagið RD 11 ehf. greiddi 270.000.000 kr. fyrir húsið. 

Ríkharður bjó í húsinu ásamt eiginkonu sinni Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóra Íslandsbanka. Í desember settu þau húsið á sölu og var fjallað um það á Smartlandi.

Húsið er byggt 1971 og er á tveimur hæðum. Það er vel skipu­lagt fjöl­skyldu­hús og er eld­húsið í hjarta húss­ins. Þar eru hvít­ar sprautulakkaðar inn­rétt­ing­ar í for­grunni og stór eyja spil­ar þar lyk­il­hlut­verk. Eyj­an er klædd að utan með eik og er nátt­úru­steinn á borðplöt­unni. Á gólf­um í stofu og eld­húsi eru flís­ar. 

Á dögunum festu Edda og Ríkharður kaup á húsi við Bakkavör 12 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða 500 fm glæsihús sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni. Ekki liggur fyrir hvað hjónin greiddu fyrir húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda