Ætlar að hafa það náðugt á pallinum

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir er fagurkeri af guðs náð.
Rakel Ósk Guðbjartsdóttir er fagurkeri af guðs náð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir er snyrtifræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar EliruBeauty í Smáralind. Rakel er þekkt fyrir að kunna meta gæðavörur hvort sem það eru snyrtivörur eða heimilisvörur en draumurinn er að eignast fallegan fjölskyldusófa frá norræna hönnunarmerkinu Bolia.

Hvað borðar þú í morgunmat?

„Ég er rosa lítil morgunmatarmanneskja, þannig að það er oftast vatnsglas og kaffi fyrir mig á morgnana.

Hvað keyptir þú inn á heimilið síðast?

„Við erum á fullu í framkvæmdum á heimilinu eins og staðan er núna og því voru síðustu kaup gardínur í hjónaherbergið svo við getum sofið aðeins lengur en til sex á morgnana.“

Hverju langar þig að breyta heima hjá þér?

„Mig langar rosa mikið að koma þvottahúsinu inn í herbergi í bílskúrnum svo ég geti notað núverandi þvottahús sem svokallað „mudroom“ fyrir krakkana. Þar sem þau geta hent frá sér skóm, skólatöskum, sunddóti og fótboltafötum. Þá þarf ég ekki að nota jarðýtu til að komast inn um forstofuna heima hjá mér.“

Draumurinn er að færa þvottahúsið inn í bílskúr.
Draumurinn er að færa þvottahúsið inn í bílskúr. Ljósmynd/Unslpash.com/Steven ungermann

Áttu þér draumahúsgagn?

„Okkur dreymir núna um einhvern æðislegan sófa í sjónvarpsherbergið, einhvern stóran rúmgóðan Bolia-sófa með stórri tungu. Þar sem allir geta legið þægilega og notið í fjölskyldusjónvarpsglápi.“

212 Bar & Bistro er í nágrenninu.
212 Bar & Bistro er í nágrenninu.

Hvaða veitingastaður er í uppáhaldi hjá þér?

„Ég hef rosa gaman af því að fara gott út að borða í heimabyggð, þannig að ætli 212 Bar & Bistro sé ekki í uppáhaldi hjá mér í dag.“

Rakel lærði að njóta lífsins í Kaupmannahöfn.
Rakel lærði að njóta lífsins í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Unslpash.com/Febiyan

Hvað borg er í uppáhaldi og af hverju?

„Ætli ég verði ekki að segja Kaupmannahöfn, ég bjó þar og átti alveg yndislega tíma. Frábær matarmenning, fallegar byggingar og viðmót Danans gagnvart lífinu.“

Sófi frá Bolia.
Sófi frá Bolia.

Áttu þér uppáhaldsbyggingu eða hús?

„Ætli það sé ekki Louisiana-safnið í Danmörku, fallegt hús í yndislegu umhverfi sem hýsir einstaka list.“

Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast?

„Ég hélt að ég væri alveg hætt að kaupa einhvern óþarfa, en svo hefur það í raun breyst þannig að ég er hætt að kaupa einhvern óþarfa handa mér en kaupi allskonar vitleysu fyrir börnin mín og nú síðast einhverja skrítna æfingagræju fyrir soninn.“

Hvernig hreyfir þú þig?

„Ég fer í World Class í Smáralindinni áður en ég opna verslunina, þægilegt að þurfa ekki að fara langt.“

Hvað gerir þú til þess að dekra við þig?

„Ég held fast í sunnudagsrútínuna sem er góður andlitsmaski með morgunbollanum. Mæli með, það er alltaf tími fyrir smá morgundekur á sunnudögum á meðan allir eru enn í náttfötunum. Svo hendi ég mér í heita og kalda pottinn eftir æfingu, stundum er æfingin styttri en pottadvölin.“

Hvaða bók er á náttborðinu?

„Ég er að lesa núna nýjastu bókina hennar Angelu Marson, elska góða krimma en sú sem er búin að vera lengst á náttborðinu er bókin hennar Hrefnu Bjarkar, Viltu finna milljón, sem ég fékk frá góðri vinkonu í jólagjöf. Frábær lesning til að hjálpa manni að hafa betri yfirsýn yfir fjármál sín.“

Rakel mælir með bókinni Viltu finna millljón?
Rakel mælir með bókinni Viltu finna millljón?

 Hvaða snjallforrit notar þú mest?

„Ég nota Instagram mikið, sérstaklega í vinnunni, svo er ég alltaf að reyna að vera dugleg á TikTok, en ætli messenger-appið sé ekki með mestu notkunina þar sem mikil samskipti fara þar fram meðal fjölskyldunnar og vina.“

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

„Við fjölskyldan ætlum að njóta á Íslandi þetta árið, klára að græja garðinn og hafa það náðugt á pallinum. Ég vona innilega að það fari aðeins yfir tíu gráðurnar þetta sumarið.“

Instagram.
Instagram. AFP/Kirill KUDRYAVTSEV
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda