5 dýrustu parhúsin á landsbyggðinni

Á listanum eru glæsileg parhús sem eru til sölu á …
Á listanum eru glæsileg parhús sem eru til sölu á landsbyggðinni. Samsett mynd

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af spennandi parhúsum til sölu á landsbyggðinni. Þegar kemur að verði og stærð eru parhúsin á breiðu bili, en þau kosta allt frá 14,9 milljónum upp í 129,5 milljónir.

Smartland tók saman fimm dýrustu parhúsin á landsbyggðinni, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera glæsileg með sérlega góðum sólpöllum. 

Fornagil 11

Við Fornagil á Akureyri er til sölu 219 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2006. Eignin státar af fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum auk bílskúrs. Frá efri hæðinni er gengið út á rúmgóðan steyptan sólpall með skjólveggjum og heitum potti. 

Ásett verð er 129,5 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fornagil 11

Samsett mynd

Skógarflöt 12

Við Skógarflöt á Akranesi er til sölu 191 fm parhús á einni hæð sem reist var árið 2006. Í húsinu eru alls fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi auk 45 fm bílskúrs og 12 fm geymsluskúrs. Úr stofu er útgengt á snyrtilegan sólpall með heitum potti.

Ásett verð er 116,9 milljónir. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Skógarflöt 12

Samsett mynd

Holtsgata 25

Við Holtsgötu í Reykjanesbæ er til sölu 217 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2008. Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni auk 27 fm bílskúrs, en eignin hefur verið innréttuð á afar stílhreinan máta.

Ásett verð er 109 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Holtsgata 25

Samsett mynd

Fossatún 2

Við Fossatún á Akureyri er til sölu 158 fm parhús á einni hæð sem byggt var árið 2011. Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Í húsinu er aukin lofthæð og sérsmíðaðar innréttingar, en þar að auki er steypt verönd meðfram húsinu með heitum potti.

Ásett verð er 101,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Fossatún 2

Samsett mynd

Heiðmörk 45A

Við Heiðmörk í Hveragerði er til sölu 175 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2018. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi auk 30 fm bílskúrs. 

Ásett verð er 99,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Heiðmörg 45A

Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda