Nóttin kostar 700 þúsund í höll Halldórs

Halldór Kristmannsson viðskiptamaður leigir út glæsihús sitt.
Halldór Kristmannsson viðskiptamaður leigir út glæsihús sitt. Ljósmynd/Aðsend

Halldór Kristmannsson viðskiptamaður leigir nú út sitt glæsilega einbýlishús sem stendur við Sunnuflöt í Garðabæ. Húsið hefur margoft ratað í fréttir vegna íburðar síns og glæsileika. Húsið var auglýst til sölu í nóvember 2021. 

Húsið er 932 fm að stærð og var upp­runa­lega steypt 2008 en full­klárað 2016. Það var hannað af dönsku hönn­un­ar­stof­unni Gassa og var ekk­ert til sparað til að gera húsið sem glæsi­leg­ast. Hönn­un húss­ins er án efa án hliðstæðu eins og sést á mynd­un­um. 

Til að mynda eru all­ar inn­rétt­ing­ar sér­smíðaðar af danska fram­leiðend­um Bof­orm sem hef­ur hlotið mikið lof er­lend­is. Mikið hef­ur verið fjallað um inn­rétt­ing­ar í hönn­un­ar­tíma­rit­um eins og Bo bedre. Inn­rétt­ing­ar í hús­inu við Sunnu­flöt eru úr svört­um aski. Í eld­hús­inu koma öll tæki frá Gagga­neu og prýðir stór stálp­lata eyj­una í eld­hús­inu. Ein­stakt út­sýni er úr eld­hús­inu. 

Glugga­kerfi húss­ins er í hæsta gæðaflokki og er frá þýska fram­leiðand­an­um Schucho en all­ir glugg­arn­ir opn­ast með raf­magni. 

Á gólf­un­um eru nátt­úruflís­ar sem aldrei hafa sést áður á ís­lensku heim­ili en þær voru sér­inn­flutt­ar frá Sviss. Á her­bergj­un­um er hvít eik á gólf­um sem var sér­pöntuð frá Dan­mörku. 

Sér­stök hljóðein­angr­un er í loft­um húss­ins sem veit­ir ekki af þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Í hús­inu er sér­stak­ur vínkjall­ari sem hent­ar vel fyr­ir ví­ná­huga­menn og -kon­ur. 

Húsið er búið afar fín­um hús­gögn­um frá ít­ölsk­um gæðamerkj­um eins og Minotti, Flex­form og Maxalto. Þar eru líka leður­klædd­ir svan­ir eft­ir Arne Jac­ob­sen og egg eft­ir sama hönnuð.

Halldór hætti við að selja húsið en nú gefst hinum efnameiri kostur á að gista í þessari höll Flatanna í Garðabæ. Húsið er án hliðstæðu eins og sést á heimasíðu þess. Nóttin er á rúmlega 5000 dollara eða um 700.000 kr. á gengi dagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda