Félag Róberts keypti glæsihús á Seltjarnarnesi

Róbert Wessman hefur fest kaup á glæsilegu einbýli á Seltjarnarnesi. …
Róbert Wessman hefur fest kaup á glæsilegu einbýli á Seltjarnarnesi. Þessi mynd var tekin við skráningu Alvotech á Aðalmarkað Kauphallarinnar 8.12.22.

Félag viðskiptamannsins og forstjóra Alvogen, Róberts Wessman, hefur fest kaup á einu glæsilegasta húsi Seltjarnarness. Félagið, FLÓKI fasteignir ehf., festi kaup á húsinu 21. júlí og mun fá það afhent í nóvember. Húsið stendur við Látraströnd 5 og er á nokkrum pöllum. Það er 269 fm að stærð og var byggt 1978. Húsið er svolítið hrátt með berri steypuáferð en þegar inn er komið tekur mýktin við en þar er að finna stórt og mikið eldhús með marmaraklæddri eyju. Hún er samtengd borðstofu og svo eru nokkur þrep niður í stofuna.

Smartland flutti fréttir af því þegar húsið fór á sölu en það var í eigu prjónasérfræðingsins Guðrúnar Ólafar Gunnarsdóttur og Kristjáns Kaj Brooks. 

Það má segja að Róbert sé kominn aftur heim með kaupunum á húsinu, því hann ólst upp á Seltjarnarnesi og veit hvað það hefur upp á að bjóða. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál