Upplýsingafulltrúinn og markþjálfinn selja stórhýsið

Eldhús og stofa renna saman í eitt á bráðskemmtilegan hátt.
Eldhús og stofa renna saman í eitt á bráðskemmtilegan hátt. Ljósmynd/Samsett

Hjónin Breki Logason upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur og Védís Sigurðardóttir stjórnendamarkþjálfi hafa sett raðhús sitt á sölu. Ráðhúsið er við Laugalæk í Reykjavík og er einstaklega skemmtilega innréttað. Það eru ekki bara innréttingar sem iða af ferskleika heldur er öll uppröðun á húsgögnum frískleg. 

Húsið er 174 fm og var byggt 1960 og hefur húsið verið endurnýjað mikið. Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými. Í eldhúsinu eru innréttingar frá HTH með eikarlituðum hurðum að hluta til. Stíllinn er svolítið danskur og minnir á eldhúsin sem stundum birtast í Bo Bedre. Á móti eikinni eru hurðar, sem ná upp í loft, með sprautulakkaðri áferð. Absolute White Quartz steinn er á borðplötunum. 

Horft úr stofunni inn í eldhús og upp stigann.
Horft úr stofunni inn í eldhús og upp stigann.

Á gólfunum er harðparket sem er lagt með fiskibeinamunstri. 

Í stofunni er gott samspil á mill húsgagna, listaverka og fallegra muna sem prýða heimilið. 

Árið 2014 flutti Smartland frétt af því Breki og Védís hefðu sett íbúð sína við Nóatún á sölu og er marka má þessar sjö ára gömlu myndir þá hefur smekkur hjónanna breyst töluvert og þroskast. 

Hillurnar í stofunni og verkin á veggnum spila saman á …
Hillurnar í stofunni og verkin á veggnum spila saman á nútímalegan hátt.

Inni á fasteignavef mbl.is má skoða þetta sjarmerandi raðhús nánar: 

Af fasteignavef mbl.is: Laugalækur 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda