Hannes er launahæsti fasteignasali landsins

Hannes Steindórsson.
Hannes Steindórsson. Ljósmynd/Aðsend

Tekjublað Frjálsrar verslunar var að koma út. Þar kemur fram að Hannes Steindórsson, fasteignasali hjá Lind, sé launahæsti fasteignasali landsins. Hann var með 1,9 milljónir á mánuði í fyrra. Hannes var einn af eigendum fasteignasölunnar Lindar en hann seldi hlut sinn í fasteignasölunni til fjárfestingafélagsins IREF í júní síðastliðnum. Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér.

Helgi Jón Harðarson, sölustjóri á fasteignasölunni Hraunhamri var einnig með 1,9 milljónir á mánuði á síðasta ári. Einar Páll Kjærnested, fasteignasali hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar, var með 1,7 milljónir á mánuði í fyrra. 

Tíu tekjuhæstu fasteignasalarnir:

  1. Hannes Steindórsson, fasteignasali, Lind - 1.9 milljónir
  2. Helgi Jón Harðarson, sölustjóri Hraunhamars - 1.9 milljónir
  3. Einar Páll Kjærnested, fasteignasali, Fasteignas. Mosfellsb. - 1.7 milljónir
  4. Daði Hafþórsson, fasteignasali, Eignamiðlun - 1.6 milljónir
  5. Þórarinn Arnar Sævarsson, fasteignasali, RE/MAX - 1.5 milljónir
  6. Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri, Eignaver - 1.4 milljónir
  7. Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali, Landmark - 1.4 milljónir
  8. Jason Guðmundsson, fasteignasali, Miklaborg - 1.4 milljónir
  9. Eiríkur Svanur Sigfússon, fasteignasali, Ás - 1.4 milljónir
  10. Freyja Margrét Sigurðardóttir, fasteignasali, Hraunhamar - 1.3 milljónir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda