Majonesfælni læknirinn keypti fallegt hús við Barðavog

Vilhjálmur Karl Norðdahl og Álfhildur Ösp Reynisdóttir hafa fest kaup …
Vilhjálmur Karl Norðdahl og Álfhildur Ösp Reynisdóttir hafa fest kaup á fallegu húsi í Reykjavík. Ljósmynd/Samsett

Á dögunum var fjallað um einstaklega fallegt einbýlishús við Barðavog í Reykjavík. Nú hefur húsið verið selt. Nýir eigendur eru Vilhjálmur Karl Norðdahl og Álfhildur Ösp Reynisdóttir læknir. Hún heldur úti skemmtilegum reikningi á Twitter þar sem majonesfælni læknirinn bendir á spaugilegu hliðar lífsins. Hún heldur einnig úti Instagram-reikningnum Barnabitar þar sem hún deilir áhugaverðum uppskriftum og mömmulífinu og er með rúmlega 9 þúsund fylgjendur. 

Það mun því ekki væsa um fjögurra manna fjölskylduna í þessu einstaka húsi sem er 197fm að stærð. Húsið var byggt 1951. 

Það var teiknað af Ágústi Páls­syni sem teiknaði meðal ann­ars Nes­kirkju og Gljúfra­stein. Það er ekki bara hönn­un húss­ins sem er skemmti­leg því hús­ráðend­ur hafa búið sér ein­stakt heim­ili. Þegar inn í eld­hús er komið er að finna ný­lega gráa sprautulakkaða inn­rétt­ingu með viðar­borðplöt­um. Risa­stór gaselda­vél fær að njóta sín í eld­hús­inu en þó er ekki verið að flækja það með óþarfa efri skáp­um. 

Húsið stendur á gróðursælum stað í Langholtshverfinu. 

Smartland óskar fjölskyldunni til hamingju með húsið! 

View this post on Instagram

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda