Geta rusla- og flokkunartunnur verið heimilisprýði?

Rusla- og flokkunartunnur geta sannarlega glatt augað.
Rusla- og flokkunartunnur geta sannarlega glatt augað. Samsett mynd

Rusla- og flokkunartunnur hafa verið ofarlega í huga margra frá því nýtt flokkunarkerfi var tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum síðastliðið vor. Margir hafa átt í vandræðum með að finna gott skipulag í eldhúsinu fyrir fjóra úrgangsflokka sem sorp er nú flokkað í.

Þegar við hugsum um heimilisprýði eru ruslatunnur líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í huga okkar. Hins vegar hefur úrvalið af fallegum og hagnýtum rusla- og flokkunartunnum aukist í takt við aukna eftirspurn og því ættu allir að geta fundið skipulag við hæfi án þess að þurfa að fórna fagurfræði heimilisins.

Blaðamaður mbl.is sló á þráðinn hjá Guðrúnu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Kokku á Laugavegi, en hún segir eftirspurn eftir rusla- og flokkunartunnum hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og að vinsælustu vörurnar séu fljótar að seljast upp. 

„Það virðast flestir vera að endurhugsa skipulagið á endurvinnslu og því sem verður útundan og endar sem rusl. Í vor tókum við inn nýja línu af endurvinnsluboxum sem eru fest á vegg og þau hafa alveg slegið í gegn,“ segir Guðrún.

Mikil eftirspurn eftir lausnum fyrir lífrænan úrgang

Aðspurð segir Guðrún marga þegar vera komna með ílát undir pappa og plast en eiga í meiri erfiðleikum með að finna minni ílát, til dæmis undir málma, gler án skilagjalds og þess háttar. „Svo er mikil eftirspurn eftir fötum undir lífrænan úrgang. Fólk virðist ekki mjög hrifið af þessum opnu grindum sem fólk fékk sendar heim. Föturnar sem við seljum undir lífrænan úrgang eru með kolafilter svo það kemur engin lykt – það er ótrúlegur munur enda seljast þær alltaf hratt upp,“ segir hún. 

Sjálf segist Guðrún vera á leiðinni að setja upphengd box á heimili sínu. „Það vill svo heppilega til að við hjónin erum að gera nýtt eldhús í íbúð sem við fluttum í fyrir tveimur árum, svo það var hægt að hugsa flokkun á sama tíma og eldhúsið var teiknað. Við erum með flokkunarpoka frá Uashmama undir pappír og plast en ætlum að setja upp boxin fyrir allt annað sem við flokkum og almennt rusl,“ útskýrir hún. 

10 flokkunartunnur sem gleðja augað

Það er því ljóst að margar mismunandi leiðir eru í boði þegar kemur að skipulagi í eldhúsið. Sumir notast við flokkunartunnur frá IKEA sem passa inn í eldhúsinnréttingar þeirra, en margir glíma þó við plássleysi í eldhúsinnréttingunum og þurfa því að færa einhverjar flokkunartunnur fram á eldhúsgólf eða vegg.

Smartland tók saman lista yfir 10 hagnýtar rusla- og flokkunartunnur sem eru í senn látlausar, stílhreinar og formfagrar. Það ættu því allir að geta fundið flottar tunnur í eldhúsið sem gera flokkun á sorpi auðveldari og skemmtilegri.

Svört mött ruslatunna frá danska vörumerkinu House Doctor gefur rýminu …
Svört mött ruslatunna frá danska vörumerkinu House Doctor gefur rýminu skemmtilegan karakter. Hún fæst í Fakó og kostar 21.500 kr. Ljósmynd/Fako.is
Flokkunarboxin eru dönsk hönnun frá ReCollector og hafa verið afar …
Flokkunarboxin eru dönsk hönnun frá ReCollector og hafa verið afar vinsæl. Þau eru upphengd minnka því ekki gólfpláss í eldhúsinu. Boxin fást í Kokku og kosta 10.900 kr. Ljósmynd/Kokka.is
Formfögur ruslatunna frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living. Fæst í Epal …
Formfögur ruslatunna frá danska hönnunarmerkinu Ferm Living. Fæst í Epal og kostar 27.500 kr. Ljósmynd/Epal.is
Þýska vörumerkið Brabantia býður upp á gæða rusla- og flokkunartunnur …
Þýska vörumerkið Brabantia býður upp á gæða rusla- og flokkunartunnur í ýmsum stærðum og gerðum. Hér má sjá flokkunartunnu á fótum með aðskildum flokkunarhólfum, en föturnar fást í Ormsson. Ljósmynd/Brabantia.com
Moltufata með kolafilter hentar vel undir lífrænan úrgang, en filterinn …
Moltufata með kolafilter hentar vel undir lífrænan úrgang, en filterinn kemur í veg fyrir vonda lykt. Föturnar fást í Kokku og kosta 8.900 kr. Ljósmynd/Kokka.is
Stílhrein opin ruslafata frá Vipp fæst í Epal og kemur …
Stílhrein opin ruslafata frá Vipp fæst í Epal og kemur í tveimur stærðum. Ljósmynd/Vipp.com
Hagnýt fata með breiðu opi sem hentar vel til að …
Hagnýt fata með breiðu opi sem hentar vel til að skófla lífrænum úrgangi beint af diskinum. Fatan er frá Joseph Joseph og fæst í Epal á 5.900 kr. Ljósmynd/Josephjoseph.com
Klassíska og tímalausa ruslafatan frá Vipp með loki kemur í …
Klassíska og tímalausa ruslafatan frá Vipp með loki kemur í nokkrum stærðum og litum, en hún fæst í Epal. Ljósmynd/Vipp.com
Flokkunarpokar frá Eva Solo fást í Kokku og kosta 8.950 …
Flokkunarpokar frá Eva Solo fást í Kokku og kosta 8.950 kr. Ljósmynd/Kokka.is
Þrískipt flokkunartunna frá þýska vörumerkinu Wesco. Fæst í Dúka og …
Þrískipt flokkunartunna frá þýska vörumerkinu Wesco. Fæst í Dúka og kostar 42.990 kr. Ljósmynd/Duka.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda