Við Aflakór í Kópavogi er að finna einstakt 395 fm einbýli sem byggt var 2008. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar 2014. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað í Kópavogi.
Eigendur hússins eru hjónin Anný Rós Guðmundsdóttir og Gottskálk Gizurarson. Þau festu kaup á húsinu 2020 og gerðu töluverðar endurbætur á því. Þau létu sérsmíða nýjar innréttingar í húsið hjá Hegg og endurnýjuðu gestasnyrtingu. Auk þess var skipt um innihurðir í húsinu og fataskápa og gólfefni að hluta til. Auk þess skiptu þau um útihurð sem gjörbreytir svip hússins.
Eins og sést á myndunum er heimilið hið glæsilegasta og ekki skemmir innbúið fyrir en þar er að finna vönduð húsgögn eftir þekkta erlend hönnunarfyrirtæki eins og Flos, Minotti, Kartell og fleiri.