Þorbjörn selur íbúðina við Hlíðarenda

Þorbjörn Þórðarson hefur sett íbúð sína við Hlíðarenda á sölu.
Þorbjörn Þórðarson hefur sett íbúð sína við Hlíðarenda á sölu. Samsett mynd

Þorbjörn Þórðarson lögmaður og fyrrverandi fréttamaður hefur sett íbúð sína við Hlíðarenda á sölu. Eignin telur 95 fm og er á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. 

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í alrými með stórum gluggum, en úr rýminu er útgengt á hellulagða verönd til suðvesturs. Minimalískt yfirbragð er yfir rýminu og fær hver hlutur að njóta sín til fulls.

Alrýmið er bjart með stórum gluggum til suðvesturs.
Alrýmið er bjart með stórum gluggum til suðvesturs.

Hönnunarperla frá níunda áratugnum úr Ikea

Í stofunni fangar formfagur stóll augað, en stólinn er skandinavísk hönnun frá 1983 og var það Niels Gammelgaard sem hannaði stólinn fyrir Ikea. Yir borðstofuborðinu hangir svo skemmtilegt ljós frá House Doctor.

Við húsið er afar snyrtilegur sameiginlegur garður með leiktækjum, gróðri og flottri lýsingu. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Smyrilshlíð 4

Falleg list og sjarmerandi veggljós prýðir vegginn.
Falleg list og sjarmerandi veggljós prýðir vegginn.
Snyrtilegur sameiginlegur garður með leiktækjum og flottri lýsingu.
Snyrtilegur sameiginlegur garður með leiktækjum og flottri lýsingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál