330 milljóna höll í Kópavogi

Ásett verð er 330 milljónir.
Ásett verð er 330 milljónir. Samsett mynd

Við Álmakór í Kópavogi er að finna tignarlegt 432 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 2009. Sigurður Hallgrímsson er arkitekt hússins og sá Guðbjörg Magnúsdóttir um innanhússhönnun. 

Aðkoma að húsinu er afar snyrtileg. Gengið er inn á efri hæð hússins sem hefur mikinn lúxusbrag, en granít prýðir gólf, eldhúseyju, eldhúsbekk og baðherbergi.

Skemmtilegt ljós frá Flos fangar augað í stofunni, en þar má einnig sjá frægustu hönnun Isamu Noguchi, Virta borðstofuborðið.

Húsið er afar tignarlegt með fallegu útsýni.
Húsið er afar tignarlegt með fallegu útsýni.
Falleg ljós fanga augað og setja sterkan svip á rýmið.
Falleg ljós fanga augað og setja sterkan svip á rýmið.

Stílhreinar innréttingar 

Í borðstofunni skapa hin formfögru Aplomb-ljós notalega stemningu, en það voru Lucidi og Pevere sem hönnuðu ljósið árið 2016. Fallegur spegill frá Reflections Copenhagen setur svo punktinn yfir i-ið og gerir mikið fyrir rýmið.

Í rúmgóðu eldhúsi má sjá stílhreina sérsmíðaða innréttingu úr svartbæsaðri eik með góðu vinnu- og skápaplássi. Þaðan er útgengt á verönd um stóra rennihurð.

Eignin státar af fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, þar af er 37 fm hjónaherbergi með sérsmíðuðu fataherbergi og sér baðherbergi. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Álmakór 10

Eldhúsið er afar stílhreint, en svartbæsuð eik og granít spila …
Eldhúsið er afar stílhreint, en svartbæsuð eik og granít spila þar aðahlutverk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda