Við Sunnuveg í Reykjavík er að finna 328 fm hönnunarperlu sem hefur að geyma mikla möguleika fyrir fólk með skapandi hugsun.
Húsið var byggt 1964 og er arkitektúrinn í anda þess tíma. Húsið er í fúnkísstíl en þar er að finna stóra glugga, Drápuhlíðargrjót, blátt baðkar, veggfóður, gular flísar og ýmis önnur smáatriði sem hönnunarelskendur þrá.
Húsið er á plöllum og þarfnast ástar - þó væri synd ef það færi í hendurnar á fólk sem myndi rífa allt út.
Í stofunni er fallega byggður arinn og stórir og miklir gluggar í tvær áttir. Loftin eru viðarklædd og minnir stofan á leikmynd úr Mad Men. Það vantar bara jakkafataklæddan mann með kossafar í skyrtunni í hægindstólinn í stofunni.
Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting sem er sem er með formæka hurðum í bland við tekk-hurðir. Stór gluggi hleypir mikilli birtu inn í eldhúsið og bak við efri skápana er að finna glaðlegt veggfóður.
Fólk sem elskar sjarma fyrri tíma og finnst panilklæddir veggir, teppalögð gólf og múrsteinar fallegir á eftir að kunna að meta þetta hús.