Bolli og Ásta Fjeldsted keyptu Fjólugötu 7

Bolli Thoroddsen og Ásta Fjeldsted hafa fest kaup á glæsihúsi.
Bolli Thoroddsen og Ásta Fjeldsted hafa fest kaup á glæsihúsi. Samsett mynd

Bolli Thoroddsen eigandi Takanawa í Japan og Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi hf. hafa fest kaup á glæsilegu húsi í hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða einstakt 316,5 fm einbýli við Fjólugötu 7. Húsið var byggt 1920 og er á tveimur hæðum ásamt kjallara og rislofti. 

Bolli og Ásta keyptu húsið af Álfheiði Ingadóttur fyrrverandi ráðherra og Sigurmar Kristjáni Albertssyni lögmanni. 

Það er hátt til lofts í stofunni og franskir gluggar …
Það er hátt til lofts í stofunni og franskir gluggar auka sjarmann svo um munar.

Húsið er einstakt af mörgu leiti þar sem haldið er í sjarma fyrri tíma. Franskir gluggar og rósettur eru áberandi og hefur öllu verið vel við haldið. Falleg viðargólf prýða húsið og svo má ekki gleyma því að það sem gerði húsið einstaklega skemmtilegt var hvernig hlutum, húsgögnum, mottum og listaverkum var raðað upp. 

Í eldhúsinu er græn innrétting með viðarborðplötum.
Í eldhúsinu er græn innrétting með viðarborðplötum.

Húsið verður án efa ekki síðra þegar Bolli og Ásta hafa gert það að sínu. 

Garðurinn í kringum húsið er skjólgóður og gróinn.
Garðurinn í kringum húsið er skjólgóður og gróinn.
Klæðning hússins er hvítmáluð ásamt gluggum.
Klæðning hússins er hvítmáluð ásamt gluggum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál