Bolli og Ásta Fjeldsted keyptu Fjólugötu 7

Bolli Thoroddsen og Ásta Fjeldsted hafa fest kaup á glæsihúsi.
Bolli Thoroddsen og Ásta Fjeldsted hafa fest kaup á glæsihúsi. Samsett mynd

Bolli Thorodd­sen eig­andi Tak­an­awa í Jap­an og Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi hf. hafa fest kaup á glæsi­legu húsi í hjarta Reykja­vík­ur. Um er að ræða ein­stakt 316,5 fm ein­býli við Fjólu­götu 7. Húsið var byggt 1920 og er á tveim­ur hæðum ásamt kjall­ara og ris­lofti. 

Bolli og Ásta keyptu húsið af Álf­heiði Inga­dótt­ur fyrr­ver­andi ráðherra og Sig­ur­m­ar Kristjáni Al­berts­syni lög­manni. 

Það er hátt til lofts í stofunni og franskir gluggar …
Það er hátt til lofts í stof­unni og fransk­ir glugg­ar auka sjarmann svo um mun­ar.

Húsið er ein­stakt af mörgu leiti þar sem haldið er í sjarma fyrri tíma. Fransk­ir glugg­ar og ró­sett­ur eru áber­andi og hef­ur öllu verið vel við haldið. Fal­leg viðargólf prýða húsið og svo má ekki gleyma því að það sem gerði húsið ein­stak­lega skemmti­legt var hvernig hlut­um, hús­gögn­um, mott­um og lista­verk­um var raðað upp. 

Í eldhúsinu er græn innrétting með viðarborðplötum.
Í eld­hús­inu er græn inn­rétt­ing með viðar­borðplöt­um.

Húsið verður án efa ekki síðra þegar Bolli og Ásta hafa gert það að sínu. 

Garðurinn í kringum húsið er skjólgóður og gróinn.
Garður­inn í kring­um húsið er skjólgóður og gró­inn.
Klæðning hússins er hvítmáluð ásamt gluggum.
Klæðning húss­ins er hvít­máluð ásamt glugg­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda