Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er kominn heim en hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH í sumar eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Í kjölfarið festi hann kaup á splunkunýju raðhúsi í Hafnarfirði. Hann er fluttur inn ásamt kærustu sinni, Ritu Stevens, og börnum hennar tveimur sem eru fædd 2016 og 2018. Fyrir á Aron eina dóttur með fyrrverandi kærustu sinni.
Aron og Rita eiga auk þess von á barni.
Um er að ræða 175 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem byggt var 2022. Húsið er staðsett í jaðri Stekkjarhrauns í Setbergslandi.
Allar innréttingar í húsinu koma frá HTH og eru Corestone borðplötur í eldhúsi og á baðherbergi. GG Verk ehf. byggði húsið.