Aron keypti raðhús undir stækkandi fjölskyldu

Aron Pálmarsson hefur fest kaup á raðhúsi í Hafnarfirði.
Aron Pálmarsson hefur fest kaup á raðhúsi í Hafnarfirði. Samsett mynd

Aron Pálmarsson, fyr­irliði ís­lenska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, er kom­inn heim en hann gekk til liðs við upp­eld­is­fé­lag sitt FH í sum­ar eft­ir fjór­tán ár í at­vinnu­mennsku. Í kjölfarið festi hann kaup á splunkunýju raðhúsi í Hafnarfirði. Hann er fluttur inn ásamt kærustu sinni, Ritu Stevens, og börnum hennar tveimur sem eru fædd 2016 og 2018. Fyrir á Aron eina dóttur með fyrrverandi kærustu sinni. 

Aron og Rita eiga auk þess von á barni. 

Um er að ræða 175 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem byggt var 2022. Húsið er staðsett í jaðri Stekkjarhrauns í Setbergslandi. 

Allar innréttingar í húsinu koma frá HTH og eru Corestone borðplötur í eldhúsi og á baðherbergi. GG Verk ehf. byggði húsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda