Arndís Björg Sigurgeirsdóttir og Bára Kristín Kristinsdóttir hafa sett glæsihús sitt við Sunnubraut í Kópavogi. Arndís er þekktur bóksali og formaður Villikatta og Bára er ljósmyndari.
Arndís og Bára eru miklar smekkmanneskjur eins og sést á heimili þeirra í Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt 1965 og er 335 fm að stærð. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði húsið á sínum tíma en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu. Það gerir það að verkum að það er með nýmóðins yfirbragð.
Stofan í húsinu er einstök fyrir margar sakir. Þar er til dæmis risastór arinn í anda sjöunda áratugsins sem er klæddur að hluta til með múrsteinum. Steinflísar eru á gólfinu og risastór bókahillurveggur prýðir einn vegg stofunnar sem skapar eftirsóknarverða stemningu. Á heimilinu eru heillandi listaverk og hver hlutur á sínum stað.