Alexandra og Gylfi Þór greiddu 367 milljónir fyrir lúxushúsið

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fest kaup …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fest kaup á einbýlishúsi í Garðabæ. Samsett mynd

Barnafataverslunareigandinn Alexandra Helga Ívarsdóttir og fótboltamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Brúnás í Garðabæ á dögunum. Hjónin greiddu 367.000.000 krónur fyrir fasteignina. Ef hægt er að lesa eitthvað í verðið á húsinu þá virðist ennþá vera töluverð þensla á fasteignamarkaði.

Húsið er skráð 409 fm að stærð og miðað við kaupverð þá hafa Alexandra og Gylfi Þór greitt rúmlega 897 þúsund fyrir fermetrann sem þykir hátt verð fyrir sérbýli. 

Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði húsið að innan.
Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði húsið að innan. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í stofunni er arinn og sérsmíðaðar innfelldar bókahillur.
Í stofunni er arinn og sérsmíðaðar innfelldar bókahillur. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér sést eldhúsið annarsvegar 2023 (til vinstri) og hinsvegar 2019 …
Hér sést eldhúsið annarsvegar 2023 (til vinstri) og hinsvegar 2019 (til hægri). Bætt hefur verið við borðplötuna til þess að gera eyjuna smartari. Samsett mynd

Einbýlishúsið var hannað er af Sig­urði Hall­gríms­syni arki­tekt. Innanhússarkitektinn Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði húsið að innan. Smekklegheitin eru allsráðandi í húsinu sem hefur að geyma það sem margir þrá. Eins og til dæmis stóra glugga, sérsmíðaðar innréttingar, glerhandrið, heimarækt og hjónaherbergi með risastóru fataherbergi. 

Alexandra og Gylfi Þór keyptu húsið af Lilju Aðal­steins­dótt­ur lög­fræðingi og Þór Hauks­syni fjár­festi sem höfðu fest kaup á húsinu 2019 og greitt fyrir það 160.000.000 kr. Lilja og Þór fóru í töluverðar endurbætur á húsinu og létu til dæmis mála það í dökkgráum lit að utan og sérsmíða bókahillur sem prýða stofuna. Í raun er ekki hægt að þekkja húsið sem sömu fasteign. 

Bókahillurnar sem voru sérsmíðaðar setja mikinn svip á stofuna en …
Bókahillurnar sem voru sérsmíðaðar setja mikinn svip á stofuna en á myndinni til hægri sést hvernig stofan leit út 2019. Samsett mynd
Hér sést hvernig stofan leit út þegar húsið fór á …
Hér sést hvernig stofan leit út þegar húsið fór á sölu 2019.
Horft inn í eldhúsið 2019.
Horft inn í eldhúsið 2019.
Hér sést hvernig eldhúsið leit út 2019.
Hér sést hvernig eldhúsið leit út 2019.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda